Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. júní 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Deschamps um Mendy: Hann fer til Real Madrid
Ferland Mendy.
Ferland Mendy.
Mynd: Getty Images
Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps uppljóstraði því að bakvörðurinn Ferland Mendy sé á leið til Real Madrid í sumar.

Háværar sögusagnir hafa verið um að Mendy, sem er á mála hjá Lyon, sé á leið til spænsku höfuðborgarinnar þar sem hann mun ganga í raðir Real Madrid.

Fyrir leik Frakklands og Andorra, sem var í gær, sagði Deschamps að Mendy yrði leikmaður Real Madrid.

„Fyrir tveimur árum var hann í frönsku Dominos-deildinni (B-deildinni) og núna er hann að fara að spila fyrir Real Madrid," sagði Deschamps.

Mendy er 24 ára. Hann var að klára sína aðra leiktíð. Talað er um að kaupverðið sé í kringum 50 milljónir evra.


Athugasemdir
banner
banner
banner