mið 12. júní 2019 13:28
Elvar Geir Magnússon
Luka Jovic kyssti merki Real Madrid
Luka Jovic á kynningunni í dag.
Luka Jovic á kynningunni í dag.
Mynd: Getty Images
Serbneski sóknarmaðurinn Luka Jovic var formlega kynntur fyrir framan stuðningsmenn Real Madrid í dag. Hann var á dögunum keyptur frá Eintracht Frankfurt.

Jovic er 21 árs serbneskur landsliðsmaður sem vakið hefur mikla athygli. Hann skoraði 17 mörk í 32 leikjum í þýsku Bundesligunni á liðnu tímabili og átti auk þess sex stoðsendingar.

„Ég er mjög ánægður með að vera hér hjá stærsta félagi heims, vonandi get ég staðið undir væntingum. Ég hef haldið með Real Madrid síðan ég var barn því þeir eru stærsta félag í heimi," sagði Jovic sem kyssti merki Real á kynningunni í dag.

Jovic lék sem fremsti sóknarmaður með Frankfurt en hjá serbneska landsliðinu hefur hann verið á vængnum.

„Það er ekki mikilvægt fyrir mig hvar á vellinum ég spila heldur að ég gefi mig 100% til stuðningsmanna Real Madrid. Ég er metnaðarfullur og það er mikil samkeppni en ég mun fá mín tækifæri. Ég vil vinna titla með þessu félagi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner