Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   mán 12. júní 2023 22:13
Stefán Marteinn Ólafsson
Donni: Töpuðum fyrir betra liði í dag og það var ekkert sérlega flóknara en það
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson

Tindastóll heimsóttu topplið Vals í kvöld á Origo Vellinum við hlíðarenda þegar 8.umferð Bestu deildarinnar fór fram í kvöld.

Tindastóll hafði byrjað tímabilið þokkalega og sátu fyrir leikinn í 7.sæti deildarinnar en topplið Vals reyndist þeim einfaldlega of stór biti.


Lestu um leikinn: Valur 5 -  0 Tindastóll

„Auðvitað hundleiðinlegt að tapa en við töpuðum bara fyrir betra liði í dag og það var ekkert sérlega mikið flóknara en það." Sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við byrja leikinn bara vel og við ætluðum að þora að halda honum og ég var stoltur af stelpunum fyrir að reyna sitt allra besta á móti langbesta liði landsins hérna á þeirra heimavelli og svo fannst mér þetta soft víti, ég verð bara að viðurkenna það. Mér finnst þetta orðin skrítinn lína þegar það er orðið nóg að fá snertingu til þess að fá víti og detta en það drap svolítið stemninguna hjá okkur en heilt yfir þá fannst mér stelpurnar reyna eins og þær gátu og Valur var einfaldlega betra lið." 

Donni var sammála því að fyrsta markið virtist slá sínar konur út af laginu og annað mark stuttu seinna fara með þetta.

„Já það gerði það alveg klárlega og svo skora þær annað stuttu eftir það og í raun tvö mörk þannig að þá fór svolítið planið út. Planið var eðlilega að halda núllinu eins lengi og hægt var."

Nánar er rætt við Halldór Jón Sigurðsson þjálfara Tindastóls í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir