
Tindastóll heimsóttu topplið Vals í kvöld á Origo Vellinum við hlíðarenda þegar 8.umferð Bestu deildarinnar fór fram í kvöld.
Tindastóll hafði byrjað tímabilið þokkalega og sátu fyrir leikinn í 7.sæti deildarinnar en topplið Vals reyndist þeim einfaldlega of stór biti.
Lestu um leikinn: Valur 5 - 0 Tindastóll
„Auðvitað hundleiðinlegt að tapa en við töpuðum bara fyrir betra liði í dag og það var ekkert sérlega mikið flóknara en það." Sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls eftir leikinn í kvöld.
„Mér fannst við byrja leikinn bara vel og við ætluðum að þora að halda honum og ég var stoltur af stelpunum fyrir að reyna sitt allra besta á móti langbesta liði landsins hérna á þeirra heimavelli og svo fannst mér þetta soft víti, ég verð bara að viðurkenna það. Mér finnst þetta orðin skrítinn lína þegar það er orðið nóg að fá snertingu til þess að fá víti og detta en það drap svolítið stemninguna hjá okkur en heilt yfir þá fannst mér stelpurnar reyna eins og þær gátu og Valur var einfaldlega betra lið."
Donni var sammála því að fyrsta markið virtist slá sínar konur út af laginu og annað mark stuttu seinna fara með þetta.
„Já það gerði það alveg klárlega og svo skora þær annað stuttu eftir það og í raun tvö mörk þannig að þá fór svolítið planið út. Planið var eðlilega að halda núllinu eins lengi og hægt var."
Nánar er rætt við Halldór Jón Sigurðsson þjálfara Tindastóls í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |