Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. júlí 2020 16:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hodgson: Fyrirlitleg, aumingjaleg og óafsakanleg skilaboð
Mynd: Getty Images
„Það er mjög svo sorglegt að á leikdegi vakni leikmaður og sjái þessi aumingjalegu og fyrirlitlegu skilaboð," sagði Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, um rasísku skilaboðin sem Wilfried Zaha fékk send frá falsreikningi á Instagram og sá þegar hann vaknaði í morgun.

Lögreglan hóf rannsókn á málinu tafarlaust eftir að Zaha sagði frá skilaboðunum á Twitter-reikningi sínum.

Hodgson tjáði sig um málið eftir leik Crystal Palace og Aston Villa í dag og hefur síðan verið tilkynnt að lögreglan hafi handtekið 12 ára dreng í Vestur-Miðlöndum Englands.

„Ég tel að það sé rétt að Wilf vakti athygli á þessu, þetta er eitthvað sem á ekki að hafa hljótt með. Það er gott að okkar félag, Aston Villa og úrvalsdeildin geri allt sem hægt er að gera í að uppljóstra hver aðilinn sé. Fyrir svona er engin afsökun, engin afsökun."

Sjá einnig:
Stuðningsmaður Villa á fyrir höndum lífstíðarbann fyrir rasísk skilaboð - „Ógeðsleg hegðun"
Lögreglan búin að handtaka 12 ára strák vegna rasískra ummæla
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner