Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   sun 12. júlí 2020 19:17
Sverrir Örn Einarsson
Palli: Ef þú vilt heppnina með þér þarftu að vinna fyrir henni
Lengjudeildin
Páll Viðar Gíslason
Páll Viðar Gíslason
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við hömruðum á þetta allann seinni hálfleik en náum bara að skora eitt mark og það er ekki nóg. Við fengum á okkur að mínu viti tvö mjög ódýr mörk og vorum ekki nógu klókir í boxinu okkar og einbeittir“
Sagði brúnaþungur Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs um leik sinna manna eftir 1-2 tap gegn Keflvaík þar sem Þórsarar léku manni fleiri í klukkustund og tveimur fleiri síðustu tíu mínútur leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Þór

Það má alveg draga þá ályktun að Þórsurum líki illa að vera manni fleiri en þeir töpuðu gegn Vestra í síðustu umferð þrátt fyrir að vera manni fleiri í rúman hálftíma. Um þetta sagði Páll.

„Já það er hægt að reikna það út en það er nú oft talað um það að ef þú vilt fá heppnina með þér þá þarftu að vinna fyrir henni og kannski erum við ekki búnir að vinnu nógu mikið fyrir því að vera heppnir en klárt að það eru vonbrigði að fá ekkert út úr þessum tveimur leikjum.“

Fannar Daði Malmquist Gíslason og Orri Sigurjónsson voru ekki í leikmannahópi Þórs í dag. Eru þeir meiddir og verða þeir lengi frá?

„Já en við eigum að spila á laugardaginn næsta og ég reikna með að fá annaðhvorn þeirra eða báða inn á æfingar seinni part þessarar viku og þá tökum við stöðuna hvort þeir verði klárir í hasarinn á Þórsvelli þá.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner