Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   sun 12. júlí 2020 19:17
Sverrir Örn Einarsson
Palli: Ef þú vilt heppnina með þér þarftu að vinna fyrir henni
Lengjudeildin
Páll Viðar Gíslason
Páll Viðar Gíslason
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við hömruðum á þetta allann seinni hálfleik en náum bara að skora eitt mark og það er ekki nóg. Við fengum á okkur að mínu viti tvö mjög ódýr mörk og vorum ekki nógu klókir í boxinu okkar og einbeittir“
Sagði brúnaþungur Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs um leik sinna manna eftir 1-2 tap gegn Keflvaík þar sem Þórsarar léku manni fleiri í klukkustund og tveimur fleiri síðustu tíu mínútur leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Þór

Það má alveg draga þá ályktun að Þórsurum líki illa að vera manni fleiri en þeir töpuðu gegn Vestra í síðustu umferð þrátt fyrir að vera manni fleiri í rúman hálftíma. Um þetta sagði Páll.

„Já það er hægt að reikna það út en það er nú oft talað um það að ef þú vilt fá heppnina með þér þá þarftu að vinna fyrir henni og kannski erum við ekki búnir að vinnu nógu mikið fyrir því að vera heppnir en klárt að það eru vonbrigði að fá ekkert út úr þessum tveimur leikjum.“

Fannar Daði Malmquist Gíslason og Orri Sigurjónsson voru ekki í leikmannahópi Þórs í dag. Eru þeir meiddir og verða þeir lengi frá?

„Já en við eigum að spila á laugardaginn næsta og ég reikna með að fá annaðhvorn þeirra eða báða inn á æfingar seinni part þessarar viku og þá tökum við stöðuna hvort þeir verði klárir í hasarinn á Þórsvelli þá.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner