„Þetta er rosalega gómsætur leikur," segir Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður um viðureign KR og Breiðabliks sem verður i Pepsi Max-deildinni annað kvöld.
Tómas og Elvar Geir Magnússon ræddu um komandi leiki í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
Báðir eru sammála því að sigurlöngun Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, er líklega enn sterkari í þessum leik en gegn Gróttu. Óskar er KR-ingur í grunninn og lék fyrir félagið.
Tómas og Elvar Geir Magnússon ræddu um komandi leiki í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
Báðir eru sammála því að sigurlöngun Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, er líklega enn sterkari í þessum leik en gegn Gróttu. Óskar er KR-ingur í grunninn og lék fyrir félagið.
„Það verður allt lagt í sölurnar þarna. Rúnar Kristins gegn Óskari Hrafni, þetta verður eitthvað. Þetta er leikur sem báðir menn vilja svo sannarlega vinna," segir Tómas Þór.
„Þetta er ofurtaktíkin, nýja brumið, gegn manninum sem hefur gert þetta nokkuð einfalt. Bara sniðið sér stakk eftir vexti og verið með reynslu í liðinu. Þetta er ekki á gervigrasinu og Blikarnir þurfa að koma og gera eitthvað á 'Bö-völlum'",
Elvar er ekki síður spenntur fyrir leiknum.
„Rúnar hefur leitað í reynsluna, vill vera með reynslumikið lið, á meðan Óskar vill vera með kjúklinga. Það er allt skemmtilegt við þennan leik."
Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan eða í Podcast forritum.
sunnudagur 12. júlí
17:00 Grótta-ÍA (Vivaldivöllurinn)
19:15 HK-Víkingur R. (Kórinn)
mánudagur 13. júlí
18:00 KA-Fjölnir (Greifavöllurinn)
19:15 FH-Fylkir (Kaplakrikavöllur)
19:15 KR-Breiðablik (Meistaravellir)
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)
Athugasemdir