Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
   mán 12. júlí 2021 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir átti ekki að vera þarna - „Loka augunum og skaut bara eitthvað"
Damir Muminovic
Damir Muminovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttaritari Fótbolta.net mætti á Kópavogsvöll í gær fyrir æfingu Breiðabliks. Tilefnið er Evrópuverkefni liðsins gegn Racing Union frá Lúxemborg. Liðin eru að mætast í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar.

Fyrri leikur liðanna fór fram síðasta fimmtudag og seinni leikurinn fer fram nú á fimmtudag. Breiðablik leiðir 3-2 eftir fyrri leikinn. Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, svaraði nokkrum spurningum einvígið.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

„Það var gaman að spila þennan leik, karakterssigur eftir að hafa lent 2-0 undir. Þetta er mjög fínt lið, alls ekki eitthvað djók lið eins og einhverjir halda. Gott að vinna þá og vera yfir," sagði Damir.

Var þetta svipað eins og að spila toppslag í deildinni hér heima eða er þetta öðruvísi?

„Ja, við náttúrulega spilum alltaf okkar fótbolta, erum ekkert að breyta taktík eða hvernig við spilum. Þetta er eins og hver annar leikur nema kannski stærra svið, þetta er Evrópa."

Damir kemur inn á að útivallamarkareglan er ekki lengur í gildi. Það sé því eins og Breiðablik leiði einvígið 1-0. Það var Damir sjálfur sem skoraði sigurmarkið.

„Ég átti ekki einu sinni að vera þarna, ég átti að taka hlaup á nær. Ég var bara svo þreyttur í lokin. Ég einhvern veginn var réttur maður á réttum stað."

Damir tók boltann á lofti og smellhitt'ann.

„Já, loka augunum og skaut bara eitthvað," sagði Damir léttur. „Nei, nei, ég skora nú ekki oft þannig það var gott að skora sigurmark."

Sjá einnig:
Sjáðu draumasigurmark Damirs - Hilmar Jökull samdi lag
Athugasemdir
banner