Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
   mán 12. júlí 2021 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir átti ekki að vera þarna - „Loka augunum og skaut bara eitthvað"
Damir Muminovic
Damir Muminovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttaritari Fótbolta.net mætti á Kópavogsvöll í gær fyrir æfingu Breiðabliks. Tilefnið er Evrópuverkefni liðsins gegn Racing Union frá Lúxemborg. Liðin eru að mætast í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar.

Fyrri leikur liðanna fór fram síðasta fimmtudag og seinni leikurinn fer fram nú á fimmtudag. Breiðablik leiðir 3-2 eftir fyrri leikinn. Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, svaraði nokkrum spurningum einvígið.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

„Það var gaman að spila þennan leik, karakterssigur eftir að hafa lent 2-0 undir. Þetta er mjög fínt lið, alls ekki eitthvað djók lið eins og einhverjir halda. Gott að vinna þá og vera yfir," sagði Damir.

Var þetta svipað eins og að spila toppslag í deildinni hér heima eða er þetta öðruvísi?

„Ja, við náttúrulega spilum alltaf okkar fótbolta, erum ekkert að breyta taktík eða hvernig við spilum. Þetta er eins og hver annar leikur nema kannski stærra svið, þetta er Evrópa."

Damir kemur inn á að útivallamarkareglan er ekki lengur í gildi. Það sé því eins og Breiðablik leiði einvígið 1-0. Það var Damir sjálfur sem skoraði sigurmarkið.

„Ég átti ekki einu sinni að vera þarna, ég átti að taka hlaup á nær. Ég var bara svo þreyttur í lokin. Ég einhvern veginn var réttur maður á réttum stað."

Damir tók boltann á lofti og smellhitt'ann.

„Já, loka augunum og skaut bara eitthvað," sagði Damir léttur. „Nei, nei, ég skora nú ekki oft þannig það var gott að skora sigurmark."

Sjá einnig:
Sjáðu draumasigurmark Damirs - Hilmar Jökull samdi lag
Athugasemdir
banner
banner