Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
   mán 12. júlí 2021 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir átti ekki að vera þarna - „Loka augunum og skaut bara eitthvað"
Damir Muminovic
Damir Muminovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttaritari Fótbolta.net mætti á Kópavogsvöll í gær fyrir æfingu Breiðabliks. Tilefnið er Evrópuverkefni liðsins gegn Racing Union frá Lúxemborg. Liðin eru að mætast í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar.

Fyrri leikur liðanna fór fram síðasta fimmtudag og seinni leikurinn fer fram nú á fimmtudag. Breiðablik leiðir 3-2 eftir fyrri leikinn. Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, svaraði nokkrum spurningum einvígið.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

„Það var gaman að spila þennan leik, karakterssigur eftir að hafa lent 2-0 undir. Þetta er mjög fínt lið, alls ekki eitthvað djók lið eins og einhverjir halda. Gott að vinna þá og vera yfir," sagði Damir.

Var þetta svipað eins og að spila toppslag í deildinni hér heima eða er þetta öðruvísi?

„Ja, við náttúrulega spilum alltaf okkar fótbolta, erum ekkert að breyta taktík eða hvernig við spilum. Þetta er eins og hver annar leikur nema kannski stærra svið, þetta er Evrópa."

Damir kemur inn á að útivallamarkareglan er ekki lengur í gildi. Það sé því eins og Breiðablik leiði einvígið 1-0. Það var Damir sjálfur sem skoraði sigurmarkið.

„Ég átti ekki einu sinni að vera þarna, ég átti að taka hlaup á nær. Ég var bara svo þreyttur í lokin. Ég einhvern veginn var réttur maður á réttum stað."

Damir tók boltann á lofti og smellhitt'ann.

„Já, loka augunum og skaut bara eitthvað," sagði Damir léttur. „Nei, nei, ég skora nú ekki oft þannig það var gott að skora sigurmark."

Sjá einnig:
Sjáðu draumasigurmark Damirs - Hilmar Jökull samdi lag
Athugasemdir