Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mán 12. júlí 2021 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir átti ekki að vera þarna - „Loka augunum og skaut bara eitthvað"
Damir Muminovic
Damir Muminovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttaritari Fótbolta.net mætti á Kópavogsvöll í gær fyrir æfingu Breiðabliks. Tilefnið er Evrópuverkefni liðsins gegn Racing Union frá Lúxemborg. Liðin eru að mætast í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar.

Fyrri leikur liðanna fór fram síðasta fimmtudag og seinni leikurinn fer fram nú á fimmtudag. Breiðablik leiðir 3-2 eftir fyrri leikinn. Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, svaraði nokkrum spurningum einvígið.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

„Það var gaman að spila þennan leik, karakterssigur eftir að hafa lent 2-0 undir. Þetta er mjög fínt lið, alls ekki eitthvað djók lið eins og einhverjir halda. Gott að vinna þá og vera yfir," sagði Damir.

Var þetta svipað eins og að spila toppslag í deildinni hér heima eða er þetta öðruvísi?

„Ja, við náttúrulega spilum alltaf okkar fótbolta, erum ekkert að breyta taktík eða hvernig við spilum. Þetta er eins og hver annar leikur nema kannski stærra svið, þetta er Evrópa."

Damir kemur inn á að útivallamarkareglan er ekki lengur í gildi. Það sé því eins og Breiðablik leiði einvígið 1-0. Það var Damir sjálfur sem skoraði sigurmarkið.

„Ég átti ekki einu sinni að vera þarna, ég átti að taka hlaup á nær. Ég var bara svo þreyttur í lokin. Ég einhvern veginn var réttur maður á réttum stað."

Damir tók boltann á lofti og smellhitt'ann.

„Já, loka augunum og skaut bara eitthvað," sagði Damir léttur. „Nei, nei, ég skora nú ekki oft þannig það var gott að skora sigurmark."

Sjá einnig:
Sjáðu draumasigurmark Damirs - Hilmar Jökull samdi lag
Athugasemdir
banner
banner
banner