Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 12. júlí 2021 22:09
Matthías Freyr Matthíasson
Eysteinn: Verðum að þora að gera hlutina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni Hauksson annar þjálfari Keflvíkinga var að vonum ósáttur við 1 - 0 tap á móti KR í kvöld.

Maður er alltaf ósáttur við það, sérstaklega kannski því að mér finnst leikurinn spilast þannig að við vorum að spila nógu vel. Það vantaði mjög lítið upp á að við hefðum náð einu stigi í dag.

En þetta er gott lið sem við erum að spila á móti og ekkert sjálfgefið að taka eitthvað héðan

Er ósanngjarnt að segja að þið hafið komið soldið passívir inn í leikinn og fyrstu tuttugu mínúturnar?

Nei nei og það var akkurat það sem við ræddum í hálfleik að við þyrftum að vera meira við sjálfir og þora að gera hlutina og ekki velta fyrir okkur hvað myndi gerast ef þeir myndu klikka, heldur bara gera hlutina og við spiluðum miklu betur í seinni hálfleik og einmitt út af því.

Það er eitthvað sem kemur með aukinni reynslu að það er að njóta sín á boltanum og þora að gera hlutina.

Við erum að fara inn í hörku júlímánuð núna sem við horfum á fullir tilhlökkunar og við þurfum bara að gera þessa litlu hluti örlítið betur og vera aðeins áræðnari og þá getum við gefið öllum liðum í þessari deild hörkuleik og unnið þau alveg pottþétt ef það fellur aðeins með okkur


Rúnar Þór Sigurgeirsson varnarmaður Keflvíkinga sem var á leið í atvinnumennsku sem féll upp fyrir vegna meiðsla. Hver er staðan á honum?

Það eru einhverjar vikur í hann. Þetta er ótrúlega óheppilegt fyrir hann en hann er búinn að sýna það strax að hann er með magnað hugarfar þessi strákur og ætlar sér að koma sterkari til baka þegar það er í boði og við verðum bara að bíða þolinmóðir eftir því

Nánar er rætt við Eystein í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir