Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 12. júlí 2021 22:09
Matthías Freyr Matthíasson
Eysteinn: Verðum að þora að gera hlutina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni Hauksson annar þjálfari Keflvíkinga var að vonum ósáttur við 1 - 0 tap á móti KR í kvöld.

Maður er alltaf ósáttur við það, sérstaklega kannski því að mér finnst leikurinn spilast þannig að við vorum að spila nógu vel. Það vantaði mjög lítið upp á að við hefðum náð einu stigi í dag.

En þetta er gott lið sem við erum að spila á móti og ekkert sjálfgefið að taka eitthvað héðan

Er ósanngjarnt að segja að þið hafið komið soldið passívir inn í leikinn og fyrstu tuttugu mínúturnar?

Nei nei og það var akkurat það sem við ræddum í hálfleik að við þyrftum að vera meira við sjálfir og þora að gera hlutina og ekki velta fyrir okkur hvað myndi gerast ef þeir myndu klikka, heldur bara gera hlutina og við spiluðum miklu betur í seinni hálfleik og einmitt út af því.

Það er eitthvað sem kemur með aukinni reynslu að það er að njóta sín á boltanum og þora að gera hlutina.

Við erum að fara inn í hörku júlímánuð núna sem við horfum á fullir tilhlökkunar og við þurfum bara að gera þessa litlu hluti örlítið betur og vera aðeins áræðnari og þá getum við gefið öllum liðum í þessari deild hörkuleik og unnið þau alveg pottþétt ef það fellur aðeins með okkur


Rúnar Þór Sigurgeirsson varnarmaður Keflvíkinga sem var á leið í atvinnumennsku sem féll upp fyrir vegna meiðsla. Hver er staðan á honum?

Það eru einhverjar vikur í hann. Þetta er ótrúlega óheppilegt fyrir hann en hann er búinn að sýna það strax að hann er með magnað hugarfar þessi strákur og ætlar sér að koma sterkari til baka þegar það er í boði og við verðum bara að bíða þolinmóðir eftir því

Nánar er rætt við Eystein í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner