Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mán 12. júlí 2021 22:09
Matthías Freyr Matthíasson
Eysteinn: Verðum að þora að gera hlutina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni Hauksson annar þjálfari Keflvíkinga var að vonum ósáttur við 1 - 0 tap á móti KR í kvöld.

Maður er alltaf ósáttur við það, sérstaklega kannski því að mér finnst leikurinn spilast þannig að við vorum að spila nógu vel. Það vantaði mjög lítið upp á að við hefðum náð einu stigi í dag.

En þetta er gott lið sem við erum að spila á móti og ekkert sjálfgefið að taka eitthvað héðan

Er ósanngjarnt að segja að þið hafið komið soldið passívir inn í leikinn og fyrstu tuttugu mínúturnar?

Nei nei og það var akkurat það sem við ræddum í hálfleik að við þyrftum að vera meira við sjálfir og þora að gera hlutina og ekki velta fyrir okkur hvað myndi gerast ef þeir myndu klikka, heldur bara gera hlutina og við spiluðum miklu betur í seinni hálfleik og einmitt út af því.

Það er eitthvað sem kemur með aukinni reynslu að það er að njóta sín á boltanum og þora að gera hlutina.

Við erum að fara inn í hörku júlímánuð núna sem við horfum á fullir tilhlökkunar og við þurfum bara að gera þessa litlu hluti örlítið betur og vera aðeins áræðnari og þá getum við gefið öllum liðum í þessari deild hörkuleik og unnið þau alveg pottþétt ef það fellur aðeins með okkur


Rúnar Þór Sigurgeirsson varnarmaður Keflvíkinga sem var á leið í atvinnumennsku sem féll upp fyrir vegna meiðsla. Hver er staðan á honum?

Það eru einhverjar vikur í hann. Þetta er ótrúlega óheppilegt fyrir hann en hann er búinn að sýna það strax að hann er með magnað hugarfar þessi strákur og ætlar sér að koma sterkari til baka þegar það er í boði og við verðum bara að bíða þolinmóðir eftir því

Nánar er rætt við Eystein í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner