Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 12. júlí 2021 22:09
Matthías Freyr Matthíasson
Eysteinn: Verðum að þora að gera hlutina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni Hauksson annar þjálfari Keflvíkinga var að vonum ósáttur við 1 - 0 tap á móti KR í kvöld.

Maður er alltaf ósáttur við það, sérstaklega kannski því að mér finnst leikurinn spilast þannig að við vorum að spila nógu vel. Það vantaði mjög lítið upp á að við hefðum náð einu stigi í dag.

En þetta er gott lið sem við erum að spila á móti og ekkert sjálfgefið að taka eitthvað héðan

Er ósanngjarnt að segja að þið hafið komið soldið passívir inn í leikinn og fyrstu tuttugu mínúturnar?

Nei nei og það var akkurat það sem við ræddum í hálfleik að við þyrftum að vera meira við sjálfir og þora að gera hlutina og ekki velta fyrir okkur hvað myndi gerast ef þeir myndu klikka, heldur bara gera hlutina og við spiluðum miklu betur í seinni hálfleik og einmitt út af því.

Það er eitthvað sem kemur með aukinni reynslu að það er að njóta sín á boltanum og þora að gera hlutina.

Við erum að fara inn í hörku júlímánuð núna sem við horfum á fullir tilhlökkunar og við þurfum bara að gera þessa litlu hluti örlítið betur og vera aðeins áræðnari og þá getum við gefið öllum liðum í þessari deild hörkuleik og unnið þau alveg pottþétt ef það fellur aðeins með okkur


Rúnar Þór Sigurgeirsson varnarmaður Keflvíkinga sem var á leið í atvinnumennsku sem féll upp fyrir vegna meiðsla. Hver er staðan á honum?

Það eru einhverjar vikur í hann. Þetta er ótrúlega óheppilegt fyrir hann en hann er búinn að sýna það strax að hann er með magnað hugarfar þessi strákur og ætlar sér að koma sterkari til baka þegar það er í boði og við verðum bara að bíða þolinmóðir eftir því

Nánar er rætt við Eystein í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir