Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 12. júlí 2021 22:09
Matthías Freyr Matthíasson
Eysteinn: Verðum að þora að gera hlutina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni Hauksson annar þjálfari Keflvíkinga var að vonum ósáttur við 1 - 0 tap á móti KR í kvöld.

Maður er alltaf ósáttur við það, sérstaklega kannski því að mér finnst leikurinn spilast þannig að við vorum að spila nógu vel. Það vantaði mjög lítið upp á að við hefðum náð einu stigi í dag.

En þetta er gott lið sem við erum að spila á móti og ekkert sjálfgefið að taka eitthvað héðan

Er ósanngjarnt að segja að þið hafið komið soldið passívir inn í leikinn og fyrstu tuttugu mínúturnar?

Nei nei og það var akkurat það sem við ræddum í hálfleik að við þyrftum að vera meira við sjálfir og þora að gera hlutina og ekki velta fyrir okkur hvað myndi gerast ef þeir myndu klikka, heldur bara gera hlutina og við spiluðum miklu betur í seinni hálfleik og einmitt út af því.

Það er eitthvað sem kemur með aukinni reynslu að það er að njóta sín á boltanum og þora að gera hlutina.

Við erum að fara inn í hörku júlímánuð núna sem við horfum á fullir tilhlökkunar og við þurfum bara að gera þessa litlu hluti örlítið betur og vera aðeins áræðnari og þá getum við gefið öllum liðum í þessari deild hörkuleik og unnið þau alveg pottþétt ef það fellur aðeins með okkur


Rúnar Þór Sigurgeirsson varnarmaður Keflvíkinga sem var á leið í atvinnumennsku sem féll upp fyrir vegna meiðsla. Hver er staðan á honum?

Það eru einhverjar vikur í hann. Þetta er ótrúlega óheppilegt fyrir hann en hann er búinn að sýna það strax að hann er með magnað hugarfar þessi strákur og ætlar sér að koma sterkari til baka þegar það er í boði og við verðum bara að bíða þolinmóðir eftir því

Nánar er rætt við Eystein í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner