Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   mán 12. júlí 2021 22:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Eitt af fáum hlutum sem gleðja mig í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, það er eitt af fáum hlutum sem gleðja mig í dag, það eru þessi þrjú stig," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir heimasigur gegn Keflavík í kvöld.

„Ég er ósáttur með margt í okkar leik, við hefðum getað skorað 5-6 mörk en Keflavík hefði líka getað skorað. Þeir hefðu getað stolið stigum af okkur í restina og gerðu okkur lífið leitt. Við spiluðum aðeins gegn okkur oft á tíðum."

Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Keflavík

„Við höfum átt í smá veseni hérna á heimavelli að klára leikina betur. Við höfum verið 1-0 yfir í mörgum leikjum og ekki komast í 2-, eða jafnvel 3-0. Við erum búnir að stýra nokkrum leikjum mjög vel en við nýtum ekki færin."

Rúnar hrósaði liði Keflavík en sagði að sitt lið hefði átt að sigra leikinn stærra. Hann kveðst hafa verið stressaður að gestirnir myndu jafna leikinn.

„Já, já, ég var næstum því búinn að fá áfall nokkrum sinnum í restina. Kannski ekki svo slæmt en þegar staðan er bara 1-0... það hefði allt eins getað gerst hér í kvöld að við fáum á okkur mark eftir langan bolta og klafs eins og gegn HK. Á meðan við nýtum ekki dauðafæri þá erum við að bjóða andstæðingunum upp á eitthvað. Ég var stressaður þarna í restina."

„Við þurfum að vinna hvern einasta leik. Næst er það Breiðablik eftir viku tæpa. Það er enn einn úrslitaleikurinn," sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner