29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mán 12. júlí 2021 22:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Eitt af fáum hlutum sem gleðja mig í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, það er eitt af fáum hlutum sem gleðja mig í dag, það eru þessi þrjú stig," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir heimasigur gegn Keflavík í kvöld.

„Ég er ósáttur með margt í okkar leik, við hefðum getað skorað 5-6 mörk en Keflavík hefði líka getað skorað. Þeir hefðu getað stolið stigum af okkur í restina og gerðu okkur lífið leitt. Við spiluðum aðeins gegn okkur oft á tíðum."

Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Keflavík

„Við höfum átt í smá veseni hérna á heimavelli að klára leikina betur. Við höfum verið 1-0 yfir í mörgum leikjum og ekki komast í 2-, eða jafnvel 3-0. Við erum búnir að stýra nokkrum leikjum mjög vel en við nýtum ekki færin."

Rúnar hrósaði liði Keflavík en sagði að sitt lið hefði átt að sigra leikinn stærra. Hann kveðst hafa verið stressaður að gestirnir myndu jafna leikinn.

„Já, já, ég var næstum því búinn að fá áfall nokkrum sinnum í restina. Kannski ekki svo slæmt en þegar staðan er bara 1-0... það hefði allt eins getað gerst hér í kvöld að við fáum á okkur mark eftir langan bolta og klafs eins og gegn HK. Á meðan við nýtum ekki dauðafæri þá erum við að bjóða andstæðingunum upp á eitthvað. Ég var stressaður þarna í restina."

„Við þurfum að vinna hvern einasta leik. Næst er það Breiðablik eftir viku tæpa. Það er enn einn úrslitaleikurinn," sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner