Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   mán 12. júlí 2021 22:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Eitt af fáum hlutum sem gleðja mig í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, það er eitt af fáum hlutum sem gleðja mig í dag, það eru þessi þrjú stig," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir heimasigur gegn Keflavík í kvöld.

„Ég er ósáttur með margt í okkar leik, við hefðum getað skorað 5-6 mörk en Keflavík hefði líka getað skorað. Þeir hefðu getað stolið stigum af okkur í restina og gerðu okkur lífið leitt. Við spiluðum aðeins gegn okkur oft á tíðum."

Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Keflavík

„Við höfum átt í smá veseni hérna á heimavelli að klára leikina betur. Við höfum verið 1-0 yfir í mörgum leikjum og ekki komast í 2-, eða jafnvel 3-0. Við erum búnir að stýra nokkrum leikjum mjög vel en við nýtum ekki færin."

Rúnar hrósaði liði Keflavík en sagði að sitt lið hefði átt að sigra leikinn stærra. Hann kveðst hafa verið stressaður að gestirnir myndu jafna leikinn.

„Já, já, ég var næstum því búinn að fá áfall nokkrum sinnum í restina. Kannski ekki svo slæmt en þegar staðan er bara 1-0... það hefði allt eins getað gerst hér í kvöld að við fáum á okkur mark eftir langan bolta og klafs eins og gegn HK. Á meðan við nýtum ekki dauðafæri þá erum við að bjóða andstæðingunum upp á eitthvað. Ég var stressaður þarna í restina."

„Við þurfum að vinna hvern einasta leik. Næst er það Breiðablik eftir viku tæpa. Það er enn einn úrslitaleikurinn," sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner