Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mán 12. júlí 2021 22:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Eitt af fáum hlutum sem gleðja mig í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, það er eitt af fáum hlutum sem gleðja mig í dag, það eru þessi þrjú stig," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir heimasigur gegn Keflavík í kvöld.

„Ég er ósáttur með margt í okkar leik, við hefðum getað skorað 5-6 mörk en Keflavík hefði líka getað skorað. Þeir hefðu getað stolið stigum af okkur í restina og gerðu okkur lífið leitt. Við spiluðum aðeins gegn okkur oft á tíðum."

Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Keflavík

„Við höfum átt í smá veseni hérna á heimavelli að klára leikina betur. Við höfum verið 1-0 yfir í mörgum leikjum og ekki komast í 2-, eða jafnvel 3-0. Við erum búnir að stýra nokkrum leikjum mjög vel en við nýtum ekki færin."

Rúnar hrósaði liði Keflavík en sagði að sitt lið hefði átt að sigra leikinn stærra. Hann kveðst hafa verið stressaður að gestirnir myndu jafna leikinn.

„Já, já, ég var næstum því búinn að fá áfall nokkrum sinnum í restina. Kannski ekki svo slæmt en þegar staðan er bara 1-0... það hefði allt eins getað gerst hér í kvöld að við fáum á okkur mark eftir langan bolta og klafs eins og gegn HK. Á meðan við nýtum ekki dauðafæri þá erum við að bjóða andstæðingunum upp á eitthvað. Ég var stressaður þarna í restina."

„Við þurfum að vinna hvern einasta leik. Næst er það Breiðablik eftir viku tæpa. Það er enn einn úrslitaleikurinn," sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner