Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   mán 12. júlí 2021 22:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Eitt af fáum hlutum sem gleðja mig í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, það er eitt af fáum hlutum sem gleðja mig í dag, það eru þessi þrjú stig," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir heimasigur gegn Keflavík í kvöld.

„Ég er ósáttur með margt í okkar leik, við hefðum getað skorað 5-6 mörk en Keflavík hefði líka getað skorað. Þeir hefðu getað stolið stigum af okkur í restina og gerðu okkur lífið leitt. Við spiluðum aðeins gegn okkur oft á tíðum."

Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Keflavík

„Við höfum átt í smá veseni hérna á heimavelli að klára leikina betur. Við höfum verið 1-0 yfir í mörgum leikjum og ekki komast í 2-, eða jafnvel 3-0. Við erum búnir að stýra nokkrum leikjum mjög vel en við nýtum ekki færin."

Rúnar hrósaði liði Keflavík en sagði að sitt lið hefði átt að sigra leikinn stærra. Hann kveðst hafa verið stressaður að gestirnir myndu jafna leikinn.

„Já, já, ég var næstum því búinn að fá áfall nokkrum sinnum í restina. Kannski ekki svo slæmt en þegar staðan er bara 1-0... það hefði allt eins getað gerst hér í kvöld að við fáum á okkur mark eftir langan bolta og klafs eins og gegn HK. Á meðan við nýtum ekki dauðafæri þá erum við að bjóða andstæðingunum upp á eitthvað. Ég var stressaður þarna í restina."

„Við þurfum að vinna hvern einasta leik. Næst er það Breiðablik eftir viku tæpa. Það er enn einn úrslitaleikurinn," sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner