Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
banner
   lau 12. júlí 2025 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Atlético hættir við Romero - Real Madrid fylgist með
Fyrirliðarnir saman. James Maddison er einnig varafyrirliði ásamt Romero.
Fyrirliðarnir saman. James Maddison er einnig varafyrirliði ásamt Romero.
Mynd: EPA
The Athletic greinir frá því að Atlético Madrid sé búið að draga sig til baka í viðræðum við Tottenham um miðvörðinn Cristian Romero.

Atlético telur sig ekki geta náð samkomulagi við Tottenham um kaupverð fyrir þennan argentínska heimsmeistara sem er lykilmaður hjá Spurs. Talið er að Evrópudeildarmeistararnir muni reyna að sannfæra Romero um að skrifa undir nýjan samning, þar sem núverandi samningur hans við félagið rennur út eftir tvö ár.

Romero er 27 ára gamall og hefur áhuga á að spila undir stjórn samlanda síns Diego Simeone hjá Atlético. Honum líður þó vel í London og gæti skrifað undir nýjan samning þar.

Hann er varafyrirliði Tottenham og hefur félagið engan áhuga á að selja hann nema að ofurtilboð berist.

Real Madrid er einnig áhugasamt um Romero og segja fjölmiðlar á Spáni og Englandi að spænska stórveldið sé að fylgjast náið með honum um þessar mundir.
Athugasemdir
banner
banner