Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. ágúst 2020 14:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Mín Skoðun 
Arnar um Adam Ægi: Farið Krísuvíkurleiðina á sínum ferli sem hefur heillað mig
Mynd: Víkingur
Víkingur R. gekk í gær frá kaupum á Adam Ægi Pálssyni frá Keflavík. Adam er sóknarsinnaður leikmaður og tjáði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sig um félagaskiptin í þættinum Mín Skoðun sem Valtýr Björn Valtýsson stýrir.

Adam er uppalinn í FH, þaðan skipti hann yfir í Breiðablik og því næst í Víking. Næsta skref var Keflavík og þaðan var hann lánaður í Selfoss og Víði. Nú er hann aftur kominn í Víking.

„Mjög ánægður með að fá hann. Ég er búinn að fylgjast með honum mjög lengi og vitað af honum í nokkur ár. Hann hefur alltaf verið með 'talent' en hefur þurft að fara Krísuvíkurleiðina á sínum ferli, gengið í gegnum eitt og annað sem hefur heillað mig. Hann hefur sýnt karakter og þroska þegar hann hefur tekist á við og ég ér spenntur að fá að vinna með honum."

Valtýr spurði Arnar hvort þetta hefði átt sér langan aðdraganda.

„Ég hef fylgst með honum lengi og þjálfarateymi Keflavíkur gert vel og hann sprungið vel út í sumar. Þetta er markaðurinn sem við Víkingar þurfum að líta svolítið vel í, hverjir eru að gera góða hluti í Lengjudeildinni og þar fram eftir götunum. Þetta er markaður sem fleiri lið eru farin að leita í og það sýnir að það er verið að fylgjast vel með. Það er mjög mikið af góðum fótboltastrákum á Íslandi."

Sjá einnig:
Bestur í 6. umferð: Hef skap og mikla þörf fyrir að vinna leiki
Adam Páls kominn í Víking Reykjavík (Staðfest)
Athugasemdir
banner
banner
banner