Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mið 12. ágúst 2020 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Atalanta mætir PSG
8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu hefjast í kvöld en Atalanta og Paris Saint-Germain mætast á Estadio da Luz-leikvanginum í Benfica.

Úrslitakeppnin í Meistaradeildinni fer fram í Portúgal en liðin leika aðeins einn leik.

Kylian Mbappe, framherji PSG, meiddist í leik gegn Lyon á dögunum en hann hefur náð sér af meiðslunum. Hann byrjar að öllum líkindum á bekknum. Marco Verratti er frá vegna meiðsla.

Josip Ilicic er þá líklega ekki með Atalanta en hann hefur verið mikilvægur í sóknarleik liðsins á tímabilinu.

Leikur dagsins:
19:00 Atalanta - PSG
Athugasemdir
banner