Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. ágúst 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Norwich finnst Liverpool hafa sýnt vanvirðingu
Jamal Lewis.
Jamal Lewis.
Mynd: Getty Images
Norwich finnst Liverpool hafa sýnt vanvirðingu með slöku tilboði í bakvörðinn Jamal Lewis.

Lewis, sem er 22 ára og á mála hjá Norwich, var sterklega orðaður við Liverpool í leit þeirra að vinstri bakverði. Liverpool gerði tíu milljón punda tilboð í hann en Norwich var ekki tilbúið að svara símanum nema fyrir 20 milljónir punda að minnsta kosti.

Liverpool gafst fljótlega upp á Lewis og keypti hinn gríska Kostas Tsimikas í staðinn frá Olympiakos.

Eastern Daily Press segir frá því að Norwich hafi verið til í að ræða málin við Liverpool og bjuggust Kanarífuglarnir við öðru tilboði. Það kom hins vegar ekki annað tilboð.

Lewis kom snemma heim úr fríi í þeirri von um að komast til Liverpool. Hann vildi ólmur fara en sem betur fer fyrir Norwich þá er hann sagður tilbúinn að vera áfram hjá félaginu og leika með því í Championship-deildinni. Hjá Norwich er fólkið sem ræður hins vegar ekki sátt með framgöngu Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner