Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 12. ágúst 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho spilaði í stórsigri - Haaland skoraði tvennu
Enski kantmaðurinn Jadon Sancho spilaði í dag æfingaleik með Borussia Dortmund.

Þýska félagið er í æfingaferð í Sviss og spilaði í dag við austurríska félagið Rheindorf Altach. Leikurinn endaði með öruggum 6-0 sigri Dortmund.

Sancho spilaði fyrri hálfleikinn en hann hefur verið sterklega orðaður við Manchester United. Dortmund segist hins vegar ekki ætla að selja hann í sumar.

Jude Bellingham spilaði þá sinn fyrsta leik fyrir Dortmund og var Norðmaðurinn Erling Braut Haaland á skotskónum. Hann skoraði tvennu.

Einnig voru Giovanni Reyna, Thorgan Hazard, Emre Can og Julian Brandt á skotskónum.
Athugasemdir
banner