mið 12. ágúst 2020 09:11
Magnús Már Einarsson
Sky: Liverpool ekki á eftir Thiago Alcantara
Mynd: Sjónvarp Símans
Sky Sports greinir frá því í dag að ólíklegt sé að Thiago Alcantara, miðjumaður Bayern Munchen, gangi í raðir Liverpool í sumar.

Spánverjinn hefur verið orðaður við Englandsmeistarana undanfarna mánuði.

Samkvæmt frétt Sky ætlar Liverpool hins vegar ekki að bæta við miðjumanni í hópinn í sumar. Ef sú staða breytist þá gæti Thiago hins vegar komið til greina.

Hinn 29 ára gamli Thiago hefur sagt Bayern að hann vilji fara en hann á ár eftir af samningi sínum.

Fabinho, Naby Keita, Georginio Wijnaldum, Jordan Henderson, Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Curtis Jones eru miðjumenn Liverpool í dag og Jurgen Klopp, stjóri liðsins, er sáttur með stöðuna á miðsvæðinu í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner