Luton 1 - 4 Burnley
0-1 Josh Brownhill ('6 )
0-2 Wilson Odobert ('37 )
1-2 Tahith Chong ('55 )
1-3 Dara O'Shea ('72 )
1-4 Vitinho ('80 )
0-1 Josh Brownhill ('6 )
0-2 Wilson Odobert ('37 )
1-2 Tahith Chong ('55 )
1-3 Dara O'Shea ('72 )
1-4 Vitinho ('80 )
Luton Town og Burnley voru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en féllu bæði beint aftur niður í Championship deildina.
Þau áttust við í innbyrðisviðureign í eina leik kvöldsins og stórleik fyrstu umferðar á nýju tímabili í Championship og tóku gestirnir frá Burnley forystuna snemma leiks.
Josh Brownhill skoraði á sjöttu mínútu og tvöfaldaði Wilson Odobert forystuna svo staðan var 0-2 í leikhlé.
Tahith Chong, sem er alinn upp hjá Manchester United, minnkaði muninn fyrir Luton en Dara O'Shea og Vitinho gerðu út um viðureignina með sitthvoru markinu á lokakaflanum.
Lokatölur urðu 1-4 fyrir Burnley sem fer gríðarlega vel af stað á nýju tímabili, undir stjórn Scott Parker sem var ráðinn í sumar. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld.
Mörk Burnley í dag einkenndust öll nema eitt af ótrúlega slökum varnarleik hjá heimamönnum í Luton, sem þurfa að gera mun betur ef þeir ætla sér að berjast aftur um sæti í efstu deild.
Athugasemdir