Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 12. september 2022 11:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„KSÍ þarf að skoða hvernig á að koma í veg fyrir þetta"
Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmaður KR.
Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið KR lék sinn fyrsta leik í heilan mánuð er þær mættu Val í Bestu deildinni síðastliðið föstudagskvöld. KR tapaði leiknum 6-0.

Leikirnir röðuðust þannig að þetta var fyrsti leikur KR í heilan mánuð og þeirra þriðji leikur á 80 dögum.

„Þetta er búið að vera erfitt. Þetta er fáránlegt. Það þekkja það allir fótboltamenn að það er erfiðara að gíra sig upp í að mæta á æfingu eftir æfingu að sumri til. Þetta á ekki að gerast. KSÍ þarf að skoða hvernig á að koma í veg fyrir þetta," sagði Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR, eftir leikinn gegn Val.

„Við spiluðum einn leik við 3. flokk karla. Svo fengum við nokkra stráka lánaða og spiluðum ellefu gegn ellefu á æfingu. Það er svo langt frá því að vera líkt því sem gerist út á velli hérna."

Inn í þessu öllu saman er EM-pásu og svo eru Breiðablik og Valur í Evrópukeppnum og bikarúrslitum, en KR átti leiki við bæði þessi lið nýverið.

„Þetta var heill mánuður sem við spiluðum ekkert; mættum bara á æfingar og þetta var drepleiðinlegt. Þetta eru þrír leikir sem við höfum spilað á síðustu 80 dögum. Þetta er galið og glórulaust að KSÍ hafi leyft þessu að gerast," sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmaður KR, við Vísi.

„Þetta hefur minnt á Covid tímabilið þar sem var bara sóttkví eftir sóttkví."

KR-ingar vilja meina að þetta hafi ekki gert neitt til að hjálpa liðinu, en þær eru á botni Bestu deildarinnar með sjö stig er fjórir leikir eru eftir.
Arnar Páll látinn fara: Vil sýna að félagið sé að gera mistök
Athugasemdir
banner
banner
banner