Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   fim 12. september 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heildarupphæðin sem greidd var fyrir Ousmane Dembele
Ousmane Dembele.
Ousmane Dembele.
Mynd: EPA
Barcelona hefur greitt lokaupphæðina fyrir kantmanninn Ousmane Dembele.

Dembele var keyptur til Barcelona frá Borussia Dortmund sumarið 2017.

Hann endaði á að vera hjá Barcelona til 2023 en hann olli miklum vonbrigðum hjá félaginu. Hann átti að koma í staðinn fyrir Neymar en gerði lítið jákvætt í Katalóníu.

Hann var seldur til Paris Saint-Germain á síðasta ári fyrir 50 milljónir evra.

Bild í Þýskalandi segir frá því að Barcelona hafi borgað 105 milljónir evra fyrirfram fyrir Dembele og félagið hafi endað á að greiða 43 milljónir evra í bónusa; alls 148 milljónir evra.

Svo sannarlega ein af fjölmörgu slæmu kaupum Barcelona síðustu árin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner