Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. október 2019 13:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho vildi ekki kaupa Fred
Mynd: Getty Images
Brasilíski leikmaðurinn, Fred sem er á mála hjá Manchester United, hefur verið mikið á milli tannanna á gagnrýnenda frá komu sinni til Rauðu Djöflanna frá Shakhtar síðasta sumar.

Fred kostaði 52 milljónir punda og hafa menn furðað sig á þeim verðmiða því leikmaðurinn hefur lítið sem ekkert sýnt í treyju United.

Jose Mourinho var við stjórnvölinn hjá United þegar Fred var keyptur. Mourinho er sagður ekki hafa áhuga á Fred en sagði ekki nei við kaupunum þar sem útlit var fyrir að liðið myndi ekki ná að kaupa annann miðjumann og Mourinho taldi sárlega vanta slíkan.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, hefur þó trú á sínum manni. „Það er ekkert óvænt að leikmaður sem kemur frá Úkraínu eigi erfiða byrjun hér í úrvalsdeildinni. Við vitum samt að það eru hæfileikar í honum. Hann var góður gegn PSG, Arsenal og Man City. Hann er einn af þeim sem við vonum að taki næsta skref á þessari leiktíð."

Fred er 26 ára gamall. Hann hefur spilað 21 deildarleik fyrir United og skorað í þeim eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner