Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. október 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Beðinn um að segja af sér eftir tapið gegn Íslandi
Icelandair
Mirel Radoi.
Mirel Radoi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mirel Radoi, landsliðsþjálfari Rúmeníu, fékk gagnrýni í heimalandi sínu eftir tapið gegn Íslandi í undanúrslitum umspilsins fyrir EM í síðustu viku.

Ísland vann leikinn 2-1 og mun spila við Ungverjaland í úrslitaleik um sæti á EM í næsta mánuði. Rúmenar sitja eftir með sárt ennið.

Það hefur verið kallað eftir því að Radoi segi af sér eftir tapið, en hann hefur aðeins stýrt A-landsliðinu í fjórum leikjum.

„Ég sá að ég var beðinn um að segja af mér eftir aðeins þrjá leiki," sagði Radoi á blaðamannafundi. „Ég held að það sé ekki góð hugmynd, sérstaklega í ljósi þess að þetta landsliðsverkefni er ekki búið."

„Það er frekar öfgafullt að búa til sögusagnir um framtíð þjálfara eftir aðeins þrjá leiki."

Rúmenía tapaði fyrir Noregi í Þjóðadeildinni í gær. Rúmenski blamaðurinn Emanuel Rosu segir að það yrði heimskulegt ef Radoi myndi segja af sér.

„Hann er langbesti rúmenski þjálfari sinnar kynslóðar," skrifaði Rosu á Twitter.

Sjá einnig:
Þjálfari Rúmena vel pirraður yfir frammistöðu síns liðs
Athugasemdir
banner