Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 08. október 2020 21:28
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Rúmena vel pirraður yfir frammistöðu síns liðs
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mirel Radoi, þjálfari Rúmeníu, ræddi við fjölmiðlamenn eftir tapið gegn Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld.

Hann var vel pirraður yfir því að hans lið hafi ekki náð upp betri frammistöðu á Laugardalsvelli, sérstaklega í fyrri hálfleiknum.

„Við náðum ekki því fram sem við höfðum farið yfir og æft. Ísland kom okkur nákvæmlega ekkert á óvart en við vorum einfaldlega þungir og hægir í aðgerðum," sagði Radoi.

Hann var með tölfræðina á hreinu og sagði að sitt lið hefði tapað boltanum sjö sinnum í fyrri hálfleik á hættulegum stöðum og gefið of margar hættulegar sóknir.

Hann sagði að vítaspyrnudómurinn umdeildi hafi verið réttur.

„Ég sá það atvik af bekknum og það var rétt að dæma víti. Varðandi seinna atvikið með hendina, þá sá ég það ekki nægilega vel. Annars vil ég lítið ræða um dómgæsluna. Þetta var einfaldlega ekki góður leikur hjá okkur í fyrri hálfleik."

Hann var svo spurður út í vallaraðstæður og sagði að völlurinn hafi verið erfiður en vildi þó ekki nota það sem neina afsökun.

„Þetta voru sanngjörn úrslit og við áttum ekki skilið að komast áfram," sagði Radoi, alvarlegur og pirraður á svip.
Athugasemdir
banner
banner
banner