Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 12. október 2020 23:55
Victor Pálsson
Keane að taka við Salford?
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, er sagður líklegur til að taka við liði Salford City í fjórðu efstu deild Englands.

Frá þessu er greint í kvöld en samkvæmt veðbönkum er Keane næst líklegastur til að taka við á eftir Danny Cowley.

Graham Alexander náði góðum árangri með Salford en hann hefur nú óvænt verið rekinn. Salford er án taps í fimmta sæti D-deildarinnar.

Salford er í eigu fyrrum leikmanna Man Utd en þar má nefna Paul Scholes, Gary Neville, David Beckham og Nicky Butt. Stærsti hluthafi félagsins er þó viðskiptamaðurinn Peter Lim.

Scholes hefur verið ráðinn bráðabirgðastjóri liðsins en líklegt er að annar taki við á næstu vikum.

Keane gæti þar komið til greina en Írinn skapmikli hefur áður þjálfað Sunderland og Ipswich.

Athugasemdir
banner