Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 12. október 2020 18:03
Victor Pálsson
Piazon setur spurningamerki við vinnubrögð Chelsea
Mynd: Getty Images
Lucas Piazon, leikmaður Chelsea, hefur sett spurningamerki við kaup félagsins en eins og margir vita á Chelsea það til að semja við unga leikmenn og senda þá á lán.

Piazon er einn af þeim leikmönnum en hann spilaði síðast leik fyrir Chelsea árið 2012 og hefur oft og mörgum sinnum verið sendur annað á lán.

Brasilíumanninum segist líða eins og einhvers konar vöru hjá Chelsea en í dag spilar hann með Rio Ave í Portúgal á láni.

Piazon samdi við Chelsea frá Sao Paulo árið 2012 og hefur síðan þá spilað fyrir sjö mismunandi lið á láni.

„Í fyrstu þá leið mér mjög vel. Ég spilaði með U23 liðinu og komst í aðalliðið, jafnvel eftir fyrstu lánin þá fannst mér Chelsea enn hafa áhuga og væntingar,"sagði Piazon.

„Ég trúði því að ég gæti komið til baka og fengið tækifæri. Seinna þá leið tíminn og ég varð bara einhver vara fyrir félagið. Þeir sendu mig á lán með því markmiði að selja mig og græða."

„Ég held að það sé meira og minna hvernig þeir hugsa."

Athugasemdir
banner
banner
banner