Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 12. október 2020 19:30
Victor Pálsson
Suarez þurfti ekki að yfirgefa Barcelona
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Barcelona, neitar því að hann hafi neytt Luis Suarez til þess að yfirgefa félagið í sumar en hann hefur samið við Atletico Madrid.

Suarez var lengi aðal framherji Barcelona en hann er orðinn 33 ára gamall og mátti fara til Madrídar.

Framherjinn var ekki einn af byrjunarliðsmönnum Koeman sem var þó opinn fyrir því að Úrúgvæinn gæti sannað sig.

„Varðandi Suarez þá var mjög erfitt að láta hann spila og ég lét hann vita af því," sagði Koeman við NOS.

„Það var erfitt fyrir hann en það voru engin vandræði sem komu upp. Hann æfði venjulega og æfði vel. Hann ákvað að lokum að fara."

„Ég sagði við hann: 'Ef þú ferð ekki þá ertu einn af strákunum og getur sannað það að ég hafi rangt fyrir mér.' - hann hefði getað verið áfram, já."

Athugasemdir
banner
banner