Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. október 2021 13:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um Gulla og Jóa: Mikilvægt að traustið og virðingin sé í báðar áttir
Icelandair
Guðlaugur Victor
Guðlaugur Victor
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg
Jóhann Berg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson var spurður út í komandi verkefni á fréttamannafundi í gær. Áherslan í spurningunum var út á val á leikmönnum sem drógu sig úr verkefninu sem nú var að klárast.

Guðlaugur Victor Pálsson fór til Schalke eftir leikinn gegn Armeníu og Jóhann Berg Guðmundsson glímir við meiðsli en sagði að vinnubrögð KSÍ hefðu haft áhrif á ákvörðun sína.

Hannes tilkynnti síðast að hann væri hættur, veistu um einhverja fleiri sem eru að íhuga stöðu sína eftir síðasta heimaleikinn í bili?

„Nei, ég veit ekki um neina. Þetta snýst alltaf um að menn séu 'all in' í landsliðinu. Menn sem eru það og með alla þessa reynslu eru svo sannarlega velkomnir. Við þurfum á þessum leikmönnum að halda svo liðið geti tekið þessi skref sem það þarf sem fyrst. Það er erfiðara að taka stór skref án reynslu," sagði Arnar.

Talandi um leikmenn sem eru 'all-in', Guðlaugur Victor ákvað að fara til síns félagsliðs, Jóhann Berg talaði um að hann væri ósáttur við vinnubrögð sambandsins að einhverju leyti. Er þetta eitthvað sem mun hafa áhrif þegar þú velur hópinn í næsta glugga?

„Ég mun ræða við alla leikmenn. Ég hef það fyrir vinnureglu að taka enga ákvörðun út frá tilfinningum."

„Eins og ég skildi þetta frá Jóa þá var þessu alls ekki beint í átt að liðinu, starfsfólki, þjálfurum eða hópnum. Ég tók því þannig en við þurfum að spyrja hann að því. Að sjálfsögðu er það mikilvægt til að gefa fullt traust að traustið og virðingin sé í báðar áttir, það er ekki bara hægt að gefa. Maður þarf að finna að menn séu með af fullum krafti.“


Þú virkaðir frekar ósáttur að Gulli hefði farið úr hópnum. Er traustið ykkar á milli farið út um gluggann?

„Nei alls ekki. Ég reyni að taka sem fæstar ákvarðanir út frá einhverjum tilfinningum. Ég sagði það í gær að ég virði ákvörðun Gulla. Félagið hans er sá aðili sem borgar honum laun og ég skil knattspyrnuheiminn mjög vel. Við þurfum ekkert alltaf að vera sammála."

„Það eina sem gerist er það að þegar menn eru ekki á svæðinu er möguleiki fyrir aðra að stíga inn og gera vel. Ef við horfum til dæmis á Stefán Teit [Þórðarson] í dag, ef við horfum á það sem Þórir [Jóhann Helgason] er að gera þá er það ljóst að það eru bara ansi margir sem hafa mikinn áhuga á að spila fyrir Ísland. Það er draumur allra drengja að spila fyrir Ísland."

„Traustið er alls ekki farið. Þetta verður bara rætt og eins og ég sagði áður skil ég aðstæður Gulla en auðvitað er ég ekki sammála ákvörðuninni,"
sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner