Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 12. október 2021 11:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir slær met Rúnars í næsta verkefni - „Verið frábær frá fyrsta degi"
Icelandair
Birkir Bjarnason
Birkir Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason lék í gær sinn 103. landsleik fyrir Ísland. Hann er núna einn næstleikjahæsti landsliðsmaður Íslands í sögunni en einungis Rúnar Kristinsson hefur spilað fleiri landsleiki.

Rúnar lék 104 leiki á sínum ferli og getur Birkir slegið hans met í leikjum Íslands í nóvember en það eru tveir lokaleikir Íslands í undankeppni fyrir HM.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

Lansdsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson var spurður út í Birki á fréttamannafundi eftir sigurinn gegn Liechtenstein.

Hversu gott er að hafa Birki til taks í þessum kynslóðaskiptum?

„Birkir er búinn að vera frábær, hvort sem það var í mars eða í júní þar sem hann var einn af þeim reynsluboltum sem svöruðu kallinu strax: 'Arnar, ég kem í alla leiki, ég þarf ekki neina hvíld'," sagði Arnar í gær.

„Það er akkúrat þetta sem maður vill fá sem þjálfari þegar þú ert að byrja á einhverju verkefni. Það eru þessir leikmenn, hann er búinn að spila yfir 100 landsleiki. Hann veit hvernig á að vinna leiki, veit hvernig á að nálgast þessa leiki. Það er mikilvægt að hafa alltaf svona leikmenn inn í hópnum. Það er ekki bara Birkir, það eru fleiri en hann. Birkir er búinn að vera frábær frá fyrsta degi fyrir mig, það er ekkert leyndarmál," sagði Arnar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner