Sergio Romero, fyrrum markvörður Manchester United, er genginn í raðir ítalska félagsins Venezia og samdi til næsta sumars.
Venezia tilkynnti þetta í morgun en Romero er 34 ára Argentínumaður og kemur á frjálsri sölu.
Venezia tilkynnti þetta í morgun en Romero er 34 ára Argentínumaður og kemur á frjálsri sölu.
Venezia er nýliði í ítölsku A-deildinni og spila tveir Íslendingar með liðinu; Bjarki Steinn Bjarkason og svo Arnór Sigurðsson sem er á láni frá CSKA Moskvu.
Romero fór í læknisskoðun í gær og hefur þessi fyrrum markvörður Sampdoria skrifað undir samning út tímabilið.
„Það er með ánægju sem Venezia tilkynnir um samning við argentínska markvörðinn Sergio Romero sem kemur á frjálsri sölu," segir í tilkynningu Venezia.
„Romero er landsleikjahæsti markvörður í sögu Argentínu og var síðast hjá Manchester United."
Venezia er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið þegar sjö umferðum er lokið í ítölsku A-deildinni.
Athugasemdir