Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 12. október 2024 14:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guðný með stoðsendingatvennu í Íslendingaslag - Leverkusen mistókst að komast á toppinn
Mynd: Kristianstad

Guðný Árnadóttir lét til sín taka þegar Kristianstad og Vaxjö gerðu jafntefli í Íslendingaslag í sænsku deildinni í dag.


Hún lagði upp eina mark fyrri hálfleiksins en það kom eftir hornspyrnu. Liðið komst í 3-0 áður en markvörður Kristianstad var rekin af velli. Kötlu Tryggvadóttur var skipt út af fyrir varamarkvörðinn. Guðný lagði einnig upp þriðja mark liðsins með laglegri skyndisókn.

Manni fleiri tókst Vaxjö að jafna á þrettán mínútna kafla og þar við sat. Hlín Eiríksdóttir lék þá einnig allan leikinn fyrir Kristianstad en Bryndís Arna Níelsdóttir spilaði 75 mínútur og Þórdís Elva Ágústsdóttir var ónotaður varamaður hjá Vaxjö.

Þetta var dýrt fyrir Kristianstad þar sem liðið á nú veika möguleika á að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Liðið er með 43 stig eeftir 23 leiki í 4. sæti en þrjár umferðir eru eftir. Vaxjö er í 8. sæti með 27 stig.

Köge gerði 1-1 jafntefli gegn OB í dönsku deildinni en Emelía Óskarsdóttir er leikmaður Köge en hún er fjarverandi vegna krossbandaslita. Köge er með 11 stig í 5. sæti eftir níu umferðir.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í byrjunarliðinu þegar Leverkusen gerði svekkjandi jafntefli gegn Werder Bremen í þýsku deildinni. Leverkusen komst yfir eftir rúmlega klukkutíma leik en stuttu síðar var Karólína tekin af velli.

Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma tókst Werder Bremen að jafna metin og þar við sat. Leverkusen er í 2. sæti með 14 stig efetir sex umferðir. Liðið er stigi á eftir Bayern sem á leik til góða.

Þá lék Amanda Andradóttir allan leikinn þegear Twente gerði 1-1 jafntefli gegn Excelsior í hollensku deildinni. Twente er með fimm stig eftir þrjár umferðir.


Athugasemdir
banner
banner