Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
banner
   lau 12. október 2024 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Heiðskýrt en manngerð þoka yfir Laugardalsvelli í gær
Icelandair
Reykurinn stígur upp úr stúkunni í gær.
Reykurinn stígur upp úr stúkunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var frábært veður á Laugardalsvelli í gær þegar Wales sótti Ísland heim í Þjóðadeildinni og liðin gerðu 2 - 2 jafntefli.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Þó svo hitastigið hafi daðrað við frostmarkið var alveg logn og heiðskýrt í Reykjavík.

Það var þó ekki svo að ekki hafi verið ský yfir Laugardalsvelli því manngerð þoka vofði yfir vellinum á meðan á leiknum stóð.

Það virðist hafa farist fyrir að þrífa grillin á Laugardalsvelli og þegar hamborgararnir voru grillaðir fór mikill reykur af þeim yfir völlinn eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Athugasemdir
banner
banner
banner