Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 12. október 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Seinna markið tekið af Loga og skráð sem sjálfsmark
Icelandair
Logi potaði boltanum í átt að marki og var það Ward sem skilaði honum í eigið net
Logi potaði boltanum í átt að marki og var það Ward sem skilaði honum í eigið net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson var óumdeilanlega hetja Íslands í 2-2 jafnteflinu gegn Wales í Þjóðadeild Evrópu á Laugardalsvelli í gær er hann sá til þess að gera tvö mörk með stuttu millibili, en seinna markið hefur verið tekið af honum.

Víkingurinn kom inn fyrir Kolbein Birgi Finnsson í hálfleik og tókst heldur betur að heilla landsliðsþjálfarann Åge Hareide, alla á vellinum og þá sem voru heima í stofu að horfa.

Hann skoraði með glæsilegu utanfótarskoti þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir og nokkrum mínútum síðar lék hann með boltann upp að endalínu, að markinu og potaði boltanum í átt að Danny Ward, markverði Wales, og þaðan í netið.

UEFA skráði seinna markið á Loga en breytti því skömmu síðar þar sem Ward stýrði greinilega boltanum í eigið net.

Það breytir hann líklega litlu máli. Hann átti augnablikið og bjargaði stigi fyrir íslenska liðið, sem hefði þó vel getað unnið leikinn miðað við frammistöðuna í síðari hálfleiknum.
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Athugasemdir
banner
banner
banner