fim 12. nóvember 2020 15:09
Örvar Arnarsson
U21: Ítalía með sigurmark gegn Íslandi í lokin
Willum Þór Willumsson skoraði fyrir Ísland.
Willum Þór Willumsson skoraði fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland U21 1 - 2 Ítalía U21
0-1 Tommaso Pobega ('35)
1-1 Willum Þór Willumsson ('63)
1-2 Tommaso Pobega ('88)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Íslenska U21 landsliðið tapaði fyrir því ítalska í undankeppni EM í dag. Willum Þór Willumsson skoraði mark Íslands í 1-2 tapi. Tommaso Pobega, sem leikur hjá Spezia á lánssamningi frá AC Milan, skoraði bæði mörk ítalska liðsins.

Ítalía er nú á toppi riðilsins með 19 stig en efsta liðið fer beint á EM. Írland er í öðru sæti með 16 stig en liðið sem hafnar í öðru sæti á möguleika á að komast í lokakeppnina. Svíþjóð og Ísland hafa fimmtán stig.

Íslenska liðið leikur gegn Írum í Dublin á sunnudag.

Breiðabliksmark
Það var rigning og vindur þegar leikurinn í dag fór fram og aðstæður nokkuð snúnar. Pobega kom Ítalíu yfir í fyrri hálfleik eftir misheppnaða hreinsun hjá Róberti Orra Þorkelssyni.

En á 63. mínútu jafnaði Willum. „Hörður Ingi kemur með langt innkast inn á teig og Marco markvörður Ítala slær hann úti í teig á Jón Dag sem á sendingu á Andra Fannar sem á skot með jörðinni en Willum potar honum í fjær!! Breiðabliksmark!! KOMA SVO NÚ BARA BÆTA VIÐ !!!!!" skrifaði Arnar Laufdal, fréttamaður Fótbolta.net, í textalýsingu frá leiknum.

Arnari varð ekki að ósk sinni. Pobega skoraði sigurmarkið í lokin en skot hans fór í Alex Þór Hauksson og endaði í bláhorninu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner