Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 12. nóvember 2022 21:47
Brynjar Ingi Erluson
England: Arsenal fer með fimm stiga forystu inn í HM-pásuna
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Wolves 0 - 2 Arsenal
0-1 Martin Odegaard ('54 )
0-2 Martin Odegaard ('75 )

Norski sóknartengiliðurinn Martin Ödegaard skoraði bæði mörk Arsenal í 2-0 sigri á Wolves í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Arsenal er með fimm stiga forystu á toppnum.

Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum. Gabriel Jesus skoraði á 6. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Stuttu síðar fór Granit Xhaka af velli en hann hafði verið að glíma við veikindi fyrir leikinn. Fabio Vieira kom inn í hans stað.

Wolves átti líka sín færi. Adama Traore fékk fínasta séns en William Saliba komst fyrir skotið áður en Goncalo Guedes átti skot rétt framhjá markinu.

Jesus átti skot í slá þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum en annars reyndi lítið á markverðina.

Arsenal setti meiri kraft inn í síðari hálfleikinn og var það Ödegaard sem gerði fyrsta markið. Jesus fann Fabio Vieira vinstra megin í teignum og kom hann með boltann fyrir markið og þurfti Ödegaard ekki að gera mikið til að koma boltanum í netið.

Fyrirliðinn bætti svo við öðru marki fimmtán mínútum fyrir leikslok. Oleksandr Zinchenko komst vinstra megin í teiginn, lagði hann fyrir Martinelli en boltinn fór af varnarmanni og þaðan til Ödegaard sem skoraði í vinstra hornið.

Lokatölur 2-0 fyrir Arsenal sem fer í pásuna með fimm stiga forystu á Manchester City. Arsenal er með 37 stig og aðeins tapað einum á tímabilinu. Wolves er á meðan í neðsta sæti með 10 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner