Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 12. nóvember 2022 20:27
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Svakalegur ferill hjá Milner
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Darwin Nunez skoraði tvö fyrir Liverpool
Darwin Nunez skoraði tvö fyrir Liverpool
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var ánægður með að fara inn í pásuna með sigur en hann hrósaði einnig James Milner og ræddi svo um tilfinninguna að vera uppi í stúku.

Darwin Nunez skoraði tvívegis og þá gerði Roberto Firmino eitt er Liverpool vann Southampton, 3-1.

Klopp var ánægður með framlag leikmanna og þá sérstaklega Nunez og James Milner.

„Ég er mjög svo ánægður. Það var mikilvægast að sækja öll stigin. Frammistaðan í fyrri hálfleik var líka mjög góð. Við fengum mark snemma en þeir náðu líka í eitt slíkt. Við sýndum samt góð viðbrögð. Við komumst á bakvið þá og notuðum hraðann, fótboltahæfileikana og svo náði Darwin að skila góðri afgreiðslu eftir vippu frá Harvey.“

„Seinni hálfleikur var ekki jafn góður. Við þurftum Alisson. Hann nýtur þess að gera þetta, en ég nýt þess ekki jafn mikið. Við stjórnuðum leiknum ekki nógu vel í síðari. Varnarlega vorum við of passífir, djúpir og þannig komust þeir í gegnum okkur.“

„En 22 stig var það mesta sem við gátum náð fyrir pásuna og við höfum vitað það í einhvern tíma og það er það sem við erum með.“


Nunez skoraði tvö í dag og er kominn með níu mörk í öllum keppnum á tímabilinu.

„Þetta var aðeins öðruvísi staða sem hann var að spila og hann verður að verjast mun meira og vera dýpri á augnablikum. Það er tildæmis eitt atriði þar sem við vorum of passífir. Sóknarlega, tvö mörk og hreyfingarnar voru magnaðar. Þú getur séð ef við byrjum að skapa meira þá mun hann skora.“

James Milner spilaði 600. leik sinn í ensku úrvalsdeildinni á ferlinum og óskaði Klopp honum innilega til hamingju með áfangann.

„Vá! Ég veit ekki hversu margir hafa náð þessum áfanga á Englandi. Flestir leikirnir eru sennilega fyrir Liverpool þannig það er heiður að vera hér þegar hann nær þessum áfanga. Millie er jafnvel stoltur í dag.“

„Þetta er svakaleg tala, svakalegur ferill og hann hefur unnið meira og minna allt. Hann er fyrirmyndin okkar og fyrir alla í klefanum. Ég veit að hann var í 599 leikjum þannig hann var alltaf að fara að spila í dag.“

„Hann gerði vel og þú getur séð að hann er enn mikilvægur fyrir okkur. Hann er ekki bara að spila til að komast í þessa tölu. Milner setur oft tóninn; hann er passlega aggresífur og þó hann sé 36 ára þá veit hann að hann getur enn bætt sig. Það er bilun, en ég er ánægður að hafa hann hér og vil óska honum til hamingju.“


Klopp var í banni í leiknum í dag en hann kann ekki við það að vera þar.

„Ég er með bestu þjálfarana í kringum mig til að hjálpa. Það voru nokkur tæknileg vandamál. Frasinn sem ég heyrði oftast í dag var: „Stjóri, heyrir þú í mér?“. Þetta sjónarhorn er betra til að fylgjast með leiknum en þetta er ekki minn staður. Ég átti refsinguna skilið en ég ætla ekki að vera þarna aftur,“ sagði Klopp í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner