Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 12. nóvember 2022 17:34
Brynjar Ingi Erluson
Rodgers staðfestir að það sé í góðu lagi með Maddison
Meiðsli enska leikmannsins James Maddison eru ekki af alvarlegum toga en þetta staðfestir Brendan Rodgers, stjóri Leicester City, í viðtali við BBC.

Maddison kom Leicester yfir gegn West Ham áður en hann meiddist aftan í læri á 25. mínútu og var honum því skipt af velli.

Leikmaðurinn er í enska landsliðshópnum sem fer á HM í Katar og höfðu því margir áhyggjur af því að hann myndi missa af mótinu en svo er hins vegar ekki.

Rodgers staðfesti við BBC eftir leik að hann hafi ekki viljað taka neina sénsa og ákvað því að taka Maddison af velli.

Þá staðfesti hann í leiðinni að það sé í fínu lagi með Maddison, sem hefur skorað 7 mörk og lagt upp 4 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner