Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 12. nóvember 2022 12:55
Aksentije Milisic
Sjáðu markið: Toney skallaði Brentford í forystu á Etihad

Þessa stundina eigast við Manchester City og Brentford á Etihad vellinum í Manchester en þegar þetta er skrifað leiða gestirnir óvænt með einu marki gegn engu.


Brentford hefur byrjað leikinn vel og liðið átti færi áður en það komst í forystu. Markið kom á sextándu mínútu leiksins.

Eftir langa aukaspyrnu þá vann Ben Mee skallaboltann gegn Akanji og fann Toney sem skallaði boltann í fallegum boga yfir varnarlausan Ederson í markinu.

Ivan Toney var ekki valinn í landsliðshópinn sem fer til Katar á Heimsmeistaramótið en margir vildu sjá Gareth Southgate taka kappann með. 

Þetta flotta skallamark hjá Toney má sjá hérna.


Athugasemdir
banner
banner