Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. nóvember 2022 10:20
Aksentije Milisic
Son fer með á HM þrátt fyrir meiðsli - „Honum líður vel en þurfum að fara varlega"
Son Heung-min.
Son Heung-min.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Son Heung-min, leikmaður Tottenham Hotspur, er í hópnum sem Suður-Kórea var að tilkynna sem fer á HM í Katar. Mótið hefst eftir átta daga.


Hinn þrítugi Son er meiddur eins og er en hann varð fyrir kinnbeinsbroti í Meistaradeildarleik gegn Marseille í byrjun mánaðar.

Paulo Bento, landsliðsþjálfari Suður-Kóreu, segist ekki vera viss um hvenær Son getur byrjað að æfa á ný en liðið mætir Úrúgvæ þann 24. nóvember.

„Ég veit það ekki. Við tölum við hann daglega og tökum stöðuna. Við höfum tíma til að taka ákvörðun, honum líður vel en við þurfum að fara varlega," sagði Bento þegar hann var spurður hvenær Son gæti byrjað að æfa.

Suður-Kórea er í riðli H með Úrúgvæ, Portúgal og Ghana.

„Sæl öll! Ég vildi bara nota tækifærið og þakka fyrir öll skilaboðin og stuðninginn sem ég hef fengið undanfarna viku," sagði Son í gær.

Hópurinn: 

Markverðir: Kim Seung-gyu (Al Shabab), Jo Hyeon-woo (Ulsan Hyundai), Song Bum-keun (Jeonbuk Motors)

Varnarmenn: Kim Min-jae (Napoli), Kim Jin-su (Jeonbuk Motors), Hong Chul (Daegu FC), Kim Moon-hwan (Jeonbuk Motors), Yoon Jong-gyu (FC Seoul), Kim Young-gwon (Ulsan Hyundai), Kim Tae-hwan (Ulsan Hyundai), Kwon Kyung-won (Gamba Osaka), Cho Yu-min (Daejon Citizen)

Miðjumenn:  Jung Woo-young (Al Sadd), Na Sang-ho (FC Seoul), Paik Seung-ho (Jeonbuk Motors), Son Jun-ho (Shandong Taishan), Song Min-kyu (Jeonbuk Motors), Kwon Chang-hoon (Gimcheon Sangmu), Lee Jae-sung (Mainz), Hwang Hee-chan (Wolverhampton Wanderers), Hwang In-beom (Olympiacos), Jeong Woo-yeong (Freiburg), Lee Kang-in (Real Mallorca)

Sóknarmenn:  Hwang Ui-jo (Olympiacos), Cho Gue-sung (Jeonbuk Motors), Son Heung-min (Tottenham Hotspur)


Athugasemdir
banner
banner
banner