Eftir helgi fær Erik ten Hag góðann tíma til að fara yfir tímabilið og sjá hvað betur má fara á sínu fyrsta tímabili sem stjóri Manchester United.
Liðið mætir Fulham á Craven Cottage á sunnudaginn.
„Ég vonaðist til að ver aá þeim stað sem við erum núna en það er betra að spurja mig eftir sunnudaginn. Það eru vandamál í fremstu víglínu. Við höfum bætt okkur í pressu og spila frá markverði og sækja en á síðasta þriðjungi verðum við að bæta okkur. Við þurfum líka að hafa fleiri til taks, við höfum þurft að gera breytingar til að halda mönnum ferskum," sagði Ten Hag á fréttamannafundi í gær fyrir leikinn.
Hann segist þurfa að styrkja hópinn með nýjum leikmönnum og einhverjir leikmenn sem eru nú þegar þurfi að komast í betra form. Þá þarf Alejandro Garnacho að halda áfram að bæta sig því félagið þarf breidd.
Athugasemdir