Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   þri 12. nóvember 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enska sambandið hefur sína eigin rannsókn
David Coote er í veseni.
David Coote er í veseni.
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið hefur hafið sína eigin rannsókn á myndbandi sem fór í dreifingu í gær.

Í myndbandinu talaði David Coote, dómari í ensku úrvalsdeildinni, illa um Liverpool og Jurgen Klopp, fyrrum stjóra liðsins. Coote kallaði Klopp meðal annars „þýska tussu".

Myndbandið er nokkurra ára gamalt en í gær var Coote sendur í leyfi og settu dómarasamtökin rannsókn í gang.

Ástæðan fyrir því að enska sambandið hefur hafið sína eigin rannsókn er að Coote notar þjóðerni Klopp til að móðga hann. Samkvæmt reglum enska sambandsins er það sérstaklega refsivert þegar þjóðerni er notað til móðgunar.

Möguleiki er að Coote hafi dæmt sinn síðasta fótboltaleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner