Mörg lið í ensku úrvalsdeildinni fylgjast með gangi mála hjá Myles Lewis-Skelly, leikmanni Arsenal, þar sem hann hefur aðeins komið við sögu í sjö úrvalsdeildarleikjum sem varamaður.
Þessi 19 ára gamli vinstri bakvörður hefur spilað innan við 90 mínútur í deildinni en Ricardo Calafiori hefur eignað sér stöðuna.
Arsenal ætlar sér ekki að selja leikmenn í janúar þar sem liðið ætlar sér að keppa á öllum vígstöðum. Þá skrifaði hann nýverið undir nýjan fimm ára samning.
Arsenal hefur engar fjárhagslegar skorður heldur, en ef þeir selja, þá myndi Lewis-Skelly skila 100 prósent hagnað þar sem hann kom í gegnum akademíu félagsins.
Athugasemdir


