Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   fim 12. desember 2024 10:30
Hafliði Breiðfjörð
Kjarnafæðismótið: Steinþór Freyr mætti syni sínum
Emil Steinþórsson ásamt föður sínum, gamla brýninu Steinþóri Frey Þorsteinssyni.
Emil Steinþórsson ásamt föður sínum, gamla brýninu Steinþóri Frey Þorsteinssyni.
Mynd: Aðsend
KA3 og Völsungur2 áttust við í B deild Kjarnafæðimótsins í gærkvöldi.

Jafnræði var með liðunum framan af en Gestur Sörensson kom Völsungum yfir eftir 15 mínútna leik og staðan 0-1 í hálfleik.
Völsungar voru sterkari í seinni hálfleik þrátt fyrir nokkur góð marktækifæri KA manna en á 79.mínútu skoruðu KA menn sjálfsmark eftir góða fyrirgjöf Davíðs Leós Lund og staðan orðin 0-2.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og Völsungar tylla sér á topp B deildar.

Sá frábæri atburður átti sér stað í fyrsta skipti í sögu mótsins að feðgar spiluðu gegn hvorum öðrum.

Fyrrum atvinnumaðurinn og landsliðsmaðurinn Steinþór Freyr Þorsteinsson leikmaður Völsungs sem er 39 ára gamall og sonur hans, Emil Steinþórsson KA maður, sem er 16 ára áttust þar við. Gamli maðurinn hafði betur í kvöld en ljóst er að þarna var um að ræða sögulega stund.
Athugasemdir
banner
banner