Tveimur leikjum er lokið í Kjarnafæðimótinu en mótið hófst á fimmtudag þegar KA vann sigur á Þór 2 í fyrsta leik A-riðils. Þórsarar tefldu fram nokkuð sterku liði miðað við að um Þór 2 væri að ræða. Mótið er æfingamót fyrir lið á Norður- og Austurlandi.
B-riðill hófst svo í gær þegar Þór mætti Dalvík/Reyni og unnu Þórsarar 3-1 sigur. Leikurinn var fyrsti leikur Harðar Snævars Jónssonar sem þjálfari D/R. Einar Freyr Halldórsson (2008) bæði skoraði og lagði upp fyrir Þór í leiknum.
Leikirnir fóru báðir fram í Boganum á Akureyri. KA er ríkjandi meistari mótsins.
B-riðill hófst svo í gær þegar Þór mætti Dalvík/Reyni og unnu Þórsarar 3-1 sigur. Leikurinn var fyrsti leikur Harðar Snævars Jónssonar sem þjálfari D/R. Einar Freyr Halldórsson (2008) bæði skoraði og lagði upp fyrir Þór í leiknum.
Leikirnir fóru báðir fram í Boganum á Akureyri. KA er ríkjandi meistari mótsins.
Þór 3-1 Dalvík/Reynir
1-0 Einar Freyr Halldórsson ('18)
2-0 Kristófer Kristjánsson ('26)
3-0 Sjálfsmark ('50)
3-1 Freyr Jónsson ('72)
KA 2 - 0 Þór2
1-0 Jakob Snær Árnason ('67)
2-0 Ásgeir Sigurgeirsson ('77)
Byrjunarlið KA gegn Þór2:
Stubbur; Kári, Hákon Atli, Ívar, Hrannar; Dagur Ingi, Hans Viktor; Jakob Snær, Dagbjartur Búi, Hallgrímur Mar; Ásgeir
Athugasemdir