Kyle Walker hefur átt erfitt uppdráttar síðustu vikur, innan sem utan vallar.
Hann átti dapran leik í gær þegar Manchester City tapaði gegn Juventus í Meistaradeildinni.
Hann átti dapran leik í gær þegar Manchester City tapaði gegn Juventus í Meistaradeildinni.
Eftir leikinn varð hann fyrir miklum fordómum á samfélagsmiðlum en hann birti í dag færslu þar sem hann segist vona það að slíkir miðlar taki á þessu.
„Það á þetta enginn skilið," segir Walker en hann segist hafa fengið rasísk og ógeðsleg skilaboð. Hann segir þau líka vera hótandi.
Manchester City hefur fordæmt skilaboðin.
„Instagram og stjórnvöld þurfa að hindra að þetta gerist. Þetta er aldrei ásættanlegt."
Walker segir jafnframt að Man City sé að vinna í því að bæta úrslitin en það hefur gengið afar illa hjá Englandsmeisturunum síðustu vikur og hefur Walker sjálfur verið mikið gagnrýndur fyrir sína frammistöðu.
Hér fyrir neðan má sjá færsluna frá Walker þar sem hann birtir líka skjáskot af skilaboðum sem hann fékk.
— Kyle Walker (@kylewalker2) December 12, 2024
Athugasemdir