Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 13. janúar 2020 19:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Begovic til AC Milan (Staðfest)
Bournemouth hefur staðfest að Asmir Begovic, markvörður félagsins, er genginn í raðir AC Milan á láni út þessa leiktíð.

Aston Villa vildi fá Pepe Reina, markvörð Milan, á láni út leiktíðina og því vantaði Milan markvörð í staðinn.

Begovic, sem er 32 ára, varð fyrir valinu hjá Milan. Begovic sló fyrst í gegn hjá Stoke City og þaðan var hann keyptur til Chelsea árið 2015.

Begovic var fenginn til Bournemouth sumarið 2017 og lék 62 deildarleiki hjá félaginu. Begovic á að baki 61 landsleik fyrir Bosníu og Hersegóvínu.


Athugasemdir
banner