Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 13. janúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Væri frábært að fá inn Sarr en Liverpool þarf miðvörð
Kantmaðurinn knái Ismaila Sarr væri frábær leikmaður fyrir Liverpool að mati John Barnes, fyrrum leikmanns félagsins. Hann segir jafnframt að Liverpool þurfi frekar miðvörð.

Sarr, sem er á mála hjá Watford í Championship-deildinni, hefur verið orðaður við Liverpool í síðustu gluggum.

Talið er að hinn 22 ára gamli Sarr kosti 40 milljónir punda en Barnes er á því að það væri sniðugt fyrir Liverpool að kaupa þennan kantmann.

„Hann (Sarr) væri frábær leikmaður að hafa í hópnum," sagði Barnes við BonusCodeBets.

„Hann er hins vegar ekki það sem við þurfum í augnablikinu. Hann væri frábær langtímafjárfesting en akkúrat núna þurfum við miðvörð."

Liverpool hefur verið í vandræðum með meiðsli miðvarða og spurning er hvort félagið fái inn miðvörð í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner