Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. janúar 2023 17:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
„Á þessu augnabliki þar sem ég hugsaði að hún yrði fyrirliði landsliðsins"
Icelandair
Sara ræðir við Sveindísi Jane Jónsdóttur, ungan leikmann landsliðsins.
Sara ræðir við Sveindísi Jane Jónsdóttur, ungan leikmann landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir.
Vanda Sigurgeirsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún lét okkur vita. Ég virði alltaf ákvörðun leikmanna en við munum sakna hennar mjög mikið, það er alveg ljóst," segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um þau tíðindi að Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði til margra ára, sé hætt í landsliðinu.

Sara Björk, sem er leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, sagði frá þessum tíðindum á samfélagsmiðlum í morgun.

„Hún er búin að vera Íþróttamaður ársins tvisvar, er búin að vinna Meistaradeildina tvisvar, er Frakklandsmeistari, Svíþjóðarmeistari og Þýskalandsmeistari. Hún hefur átt magnaðan feril. Það er alltaf missir að missa leikmenn út og ekki síst leikmenn sem eiga þessa sögu sem hún hefur," segir Vanda í samtali við Fótbolta.net.

Fékk Söru í Breiðablik á sínum tíma
Sara ólst upp hjá Haukum í Hafnarfirði en hennar næsta skref var að fara í Breiðablik. Á þeim tíma voru öll stærstu félög landsins að sækjast eftir kröfum hennar en hún valda að fara í Breiðablik þar sem Vanda var þjálfari.

„Maður sá það strax í hvað stefndi hjá henni," segir Vanda.

„Ég man eftir því þegar ég hugsaði fyrst að hún yrði fyrirliði í landsliðinu. Ég á minningu sem ég var tala við hana um fyrir stuttu síðan. Ég sá það að hún yrði fyrirliði."

„Hún er stórkostleg íþróttakona og er hún með mjög mikinn innri hvata til að ná árangri. Það sést á því hvernig hún æfir. Áður en hún fór út sem atvinnumaður þá var hún að æfa 10-12 sinnum í viku. Það sést á þessum árangri. Það er mikill heiður að hafa átt einhvern pínulítinn þátt í þessu ferðalagi hennar - það hefur verið heiður að fylgja henni eftir."

Hvaða minning er það?

„Þetta var á æfingu. Þær voru að spila, fimm á móti fimm minnir mig. Liðið hennar var að tapa og það er eitthvað sem hún elskar svo sannarlega ekki. Hún var byrjuð að pirra sig og ég fór að tala við hana. Ég sagði við hana að hún ætti tvo möguleika, að pirra sig og þá myndu þær örugglega tapa eða hvetja liðið sitt áfram, sem hún gerði. Þær töpuðu ekki leik eftir þetta á æfingunni. Það var magnað að sjá hvernig hún sneri við sjálfri sér og þeim. Það var á þessu augnabliki þar sem ég hugsaði að hún yrði fyrirliði landsliðsins."

Viljum þakka Söru fyrir allt sem hún hefur gert
Sara spilar ekki kveðjuleik á Laugardalsvelli en hún verður eflaust kvödd einhvern tímann seinna á þessu ári þegar tækifæri gefst.

„Við kvöddum Hallberu á vellinum og erum að vinna í því að búa til reglur hvernig við ætlum að gera þetta og hvenær; fjölda landsleikja og eitthvað slíkt. Þetta er á teikniborðinu," segir Vanda og bætir við:

„Að þjálfa hana voru forréttindi. Það er 100 prósent fókus og tekið á því alltaf. Hún var alltaf 110 prósent, allt gert vel. Ég tek undir með Freysa. VIð munum auðvitað sakna hennar en við virðum hennar ákvörðun."

„Hún er ótrúleg fyrirmynd. Hún hefur alltaf gríðarlega mikið á sig til að komast á þann stað sem hún er á núna. Að koma líka til baka eftir barnsburð er magnað."

„Ég vil þakka henni fyrir hönd KSÍ fyrir allt það sem hún hefur gert," sagði formaðurinn að lokum um Söru, sem er ein mesta goðsögn í sögu íslenska fótboltans. Án nokkurs vafa.
Athugasemdir
banner
banner
banner