
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu, aðeins 32 ára gömul.
Hún tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum núna í morgunsárið.
Hún tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum núna í morgunsárið.
Sara, sem er 32 ára gömul, hefur átt magnaðan landsliðsferil og er hún leikjahæsta landsliðskonan í sögunni með 145 A-landsleiki.
Hún lék sinn fyrsta A-landsleik þegar hún var 16 ára gömul gegn Slóveníu. Hún var lengi vel fyrirliði, en hennar síðasti landsleikur var tapið sorglega gegn Portúgal í október síðastliðnum.
Sara er á mála hjá Juventus á Ítalíu og mun hún halda áfram að spila þar.
Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá hennar landsliðsferli sem hófst fyrir 16 árum síðan.
Athugasemdir