Carlo Ancelotti var allt annað en sáttur með spilamennsku Real Madrid í úrslitum spænska Ofurbikarsins gegn Barcelona í gær.
Kylian Mbappe kom Real yfir en Barcelona svaraði með fimm mörkum og vann að lokum 5-2. Þrátt fyrir að Real hafi verið manni fleiri lengst af í seinni hálfleik þar sem Wojciech Szczesny fékk rautt spjald fann Real ekki leiðir að markinu.
„Ég tek ekkert út úr þessum leik nema frammistöðu Mbappe. Hann var mjög góður og skoraði markið. Hvað varðar hina, við þurfum að gleyma þessu og horfa fram á veginn," sagði Ancelotti.
„Við vörðumst illa. Þeir skoruðu auðveld mörk og við vörðumst hvorki vel hátt né lágt á vellinum. Ég sagði þeim í hálfleik að það fyrsta sem við þurftum að gera var að spila fótbolta því við spiluðum ekki fótbolta í fyrri hálfleik."