Sky Sports er meðal fjölmiðla sem greina frá því að Chelsea er komið í viðræður við þýska stórveldið FC Bayern varðandi félagaskipti Mathys Tel.
Tel er 19 ára kantmaður sem hefur ekki fengið mörg tækifæri undir stjórn VIncent Kompany á tímabilinu og vill komast burt frá félaginu til að fá meiri spiltíma.
Kompany sagði í viðtali fyrir skömmu að Tel fengi meiri spiltíma á seinni hluta tímabils en það eru ýmis félög sem vilja fá leikmanninn í sínar raðir.
Chelsea hefur mikinn áhuga á Tel og reyndi einnig að fá hann til sín síðasta sumar en þá vildi Bayern hvorki selja hann né lána.
Talið er að Bayern hafi áhuga á Christopher Nkunku, sóknarleikmanni Chelsea sem hefur ekki fengið margar mínútur á tímabilinu, en skipti á þessum tveimur leikmönnum hafa ekki verið rædd.
Chelsea er reiðubúið til að leggja fram tilboð í Tel, sem á þó fjögur og hálft ár eftir af samningi sínum við Bayern.
Athugasemdir