Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 13. febrúar 2020 22:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætlaði að upplifa drauminn en leiknum var svo frestað
Matt Renninger, frá Rhode Island í Bandaríkjunum, ferðaðist ásamt eiginkonu sinni til Manchester í síðustu viku.

Hann ætlaði sér að horfa á leik hjá sínu uppáhalds fótboltaliði, Manchester City. Það varð hins vegar ekkert af því þar sem leik Man City gegn West Ham var frestað út af storminum Ciara.

Hann eyddi að andvirði 380 þúsund íslenskra króna til þess að komast til Englands ásamt eiginkonu sinni.

Hann skoðaði Etihad-völlinn, en fékk ekki að horfa á leik hjá liðinu sem hann hefur stutt frá 2002.

Í staðinn fyrir að horfa á leik Man City og West Ham þá fóru þau hjónin á leik Altrincham og Kettering í ensku utandeildinni. Leikurinn endaði 1-1.

Nánar má lesa um málið á vef BBC.
Athugasemdir
banner
banner