Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mán 13. febrúar 2023 11:18
Elvar Geir Magnússon
Refsað eftir mistök helgarinnar og tekinn af stórleikjum
John Brooks er kominn í kælingu.
John Brooks er kominn í kælingu.
Mynd: Getty Images
John Brooks, sem gerði dýrkeypt mistök sem VAR dómari um helgina, átti að vera VAR dómari í tveimur stórleikjum í ensku úrvalsdeildinni í vikunni en hefur verið tekinn af leikjunum.

Hann átti að starfa á borgarslag Liverpool og Everton í kvöld og á toppslag Arsenal og Manchester City á miðvikudaginn.

Dómarayfirvöld á Englandi hafa tilkynnt að Brooks hafi verið tekinn af báðum verkefnum.

Mark var ranglega tekið af Brighton í 1-1 jafntefli gegn Crystal Palace um helgina. Dæmd var rangstaða, Brooks var í VAR herberginu og sá um að teikna rangstöðulínurnar en teiknaði línuna frá röngum varnarmanni.

Andre Marriner og David Coote verða VAR dómarar í kvöld og á miðvikudaginn í stað Brooks.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner